Vængbrot
Ég snýst í kringum sjálfa mig eins og fífl þessa dagana, ég hef bara hreinlega ekki neitt að gera! Skólinn byrjar ekki fyrr en á mánudaginn og þar til þá þá hafði ég hugsað mér að njóta síðustu frídaganna í botn og hafa það bara ferlega notalegt. En þá dynur hörmungin yfir!
Síðunni, þar sem ég hef eytt mestum af mínum „quality“ tíma síðan í nóvember hefur barasta verið lokað! Það standa einhverjar massa breytingar þar yfir til að reyna að koma í veg fyrir stanslausar árásir einhverja djókera sem hakka sig inn á síðuna og skemma eitthvað drasl - og á meðan það er verið að reyna að koma í veg fyrir þetta þá er bara allt heila draslið niðri, þenk jú verí mení! Maður er eins og vængbrotinn fugl þegar maður sest við tölvuna, til í smá næsheit. Smellir sig inn á síðuna og - EKKERT! Ég stend mig að því að sitja þá bara og góna á skjáinn í 10 mínútur áður en ég fatta það að það er ekki mikið annað sem ég nenni í tölvunni að gera og stend bara upp og fer að sauma eða eitthvað álíka fáránlegt í staðinn. ÞETTA ER AÐ GANGA FRÁ MÉR! Það versta í þessu er að þetta hefur líka áhrif á krypplinginn minn, hann var enn háðari þessu en ég (þótt ótrúlegt megi virðast) og nú þegar hann kemst ekki inn þá finnst honum svolítið eins og hann hafi tapað tilgangi lífsins. Hmmm... já ok kannski eru þetta æðri máttarvöld að benda okkur á að ná okkur í eitt stykki LÍF - og allt gott og blessað með það, en þetta er svo sárt! 0 Ef ég má biðja ykkur um stóran greiða þá væri hann sá að opna ÞENNAN link og senda alla ykkar sterkustu þankakrafta í að helvítis síðan opni bráðum!
Jæja hvað um það. Ég fór í bíó í gær með Kolbrúnu, við sátum og kremuðum yfir Cole Hauser í Paparazzi og mikið var það nú upplífgandi! Ég held að við höfum komist að þeirri niðurstöðu í sameiningu að þrátt fyrir kjötið af „heimaslátruðu“ sé nú best, þá er alltaf gaman að skoða skrokkana í kjötborðinu í búðinni!
Ég fór að sofa klukkan hálfníu í morgun og vaknaði núna klukkan 4, ætli það megi ekki segja þá að hringnum sé náð - mér hefur tekist að snúa sólarhringnum algerlega við í þessu jólafríi. Ég hef komist að því að ég er mun skemmtilegri á alla kanta sem B manneskja en nokkru sinni A manneskja, svo að mér þykir hálf súrt að þessi lífsstíll sé nú að renna sitt skeið í bili. Nú þarf maður víst að fara að vakna á morgnana og sofna á kvöldin, svona til að passa við rútínu allra hinna. BORING! Nei nei ég segi nú bara svona, það verður örugglega ágætt að upplifa svolítinn ryþma og heilbrigðan takt í lífinu aftur.
Hey já og ég fékk stundatöfluna mína í fyrradag, bara schnilldartafla! Ég þarf ekki að byrja kl 8 nema einu sinni í viku! Skribbííí! Fögin eru líka fín, ég tek latínu, spænsku, þýsku, íslenskux2 og stærðfræði. Gaman að því.
Jæja ég nenni þessu ekki lengur, ég ætla að klæða mig og fara út og kaupa kaffi.
Ekki hrökkva uppaf þar til næst!
Síðunni, þar sem ég hef eytt mestum af mínum „quality“ tíma síðan í nóvember hefur barasta verið lokað! Það standa einhverjar massa breytingar þar yfir til að reyna að koma í veg fyrir stanslausar árásir einhverja djókera sem hakka sig inn á síðuna og skemma eitthvað drasl - og á meðan það er verið að reyna að koma í veg fyrir þetta þá er bara allt heila draslið niðri, þenk jú verí mení! Maður er eins og vængbrotinn fugl þegar maður sest við tölvuna, til í smá næsheit. Smellir sig inn á síðuna og - EKKERT! Ég stend mig að því að sitja þá bara og góna á skjáinn í 10 mínútur áður en ég fatta það að það er ekki mikið annað sem ég nenni í tölvunni að gera og stend bara upp og fer að sauma eða eitthvað álíka fáránlegt í staðinn. ÞETTA ER AÐ GANGA FRÁ MÉR! Það versta í þessu er að þetta hefur líka áhrif á krypplinginn minn, hann var enn háðari þessu en ég (þótt ótrúlegt megi virðast) og nú þegar hann kemst ekki inn þá finnst honum svolítið eins og hann hafi tapað tilgangi lífsins. Hmmm... já ok kannski eru þetta æðri máttarvöld að benda okkur á að ná okkur í eitt stykki LÍF - og allt gott og blessað með það, en þetta er svo sárt! 0 Ef ég má biðja ykkur um stóran greiða þá væri hann sá að opna ÞENNAN link og senda alla ykkar sterkustu þankakrafta í að helvítis síðan opni bráðum!
Jæja hvað um það. Ég fór í bíó í gær með Kolbrúnu, við sátum og kremuðum yfir Cole Hauser í Paparazzi og mikið var það nú upplífgandi! Ég held að við höfum komist að þeirri niðurstöðu í sameiningu að þrátt fyrir kjötið af „heimaslátruðu“ sé nú best, þá er alltaf gaman að skoða skrokkana í kjötborðinu í búðinni!
Ég fór að sofa klukkan hálfníu í morgun og vaknaði núna klukkan 4, ætli það megi ekki segja þá að hringnum sé náð - mér hefur tekist að snúa sólarhringnum algerlega við í þessu jólafríi. Ég hef komist að því að ég er mun skemmtilegri á alla kanta sem B manneskja en nokkru sinni A manneskja, svo að mér þykir hálf súrt að þessi lífsstíll sé nú að renna sitt skeið í bili. Nú þarf maður víst að fara að vakna á morgnana og sofna á kvöldin, svona til að passa við rútínu allra hinna. BORING! Nei nei ég segi nú bara svona, það verður örugglega ágætt að upplifa svolítinn ryþma og heilbrigðan takt í lífinu aftur.
Hey já og ég fékk stundatöfluna mína í fyrradag, bara schnilldartafla! Ég þarf ekki að byrja kl 8 nema einu sinni í viku! Skribbííí! Fögin eru líka fín, ég tek latínu, spænsku, þýsku, íslenskux2 og stærðfræði. Gaman að því.
Jæja ég nenni þessu ekki lengur, ég ætla að klæða mig og fara út og kaupa kaffi.
Ekki hrökkva uppaf þar til næst!