Li|iana on Ice: Hrakfallagenið...

« Home | Kynni mín af hreinni illsku » | Heimska hyski! » | Fólk er pakk » | Sálufélagi fundinn » | Þjófnaður » | Kjánaprik » | Jammz » | Vinnutremmi » | Hæ hó » | Afsökunarpóstur » 

þriðjudagur, september 12, 2006 

Hrakfallagenið...

Ætli það sé hægt að fá Klára-Kára til að rannsaka það eitthvað? Mér þætti allavega vænt um frekari upplýsingar um það, sérstaklega þar sem allt útlit er fyrir að sonur minn hafi fengið það...

Eins og lesendur mínir vita sennilega flestir þá var ég drottning klaufalegra slysa í ungdæmi mínu; ég hljóp á bíl tannlæknisins og mölvaði í mér tannstellið, ég synti á sundlaugarbakka, ég datt af kyrrstæðu hrossi og reif nokkra vöðva í bakinu í tætlur og ég er ein fárra sem hefur tekist að henda sér í jörðina og hitta ekki... Eða sko, ég hoppaði niður af húsi, ætlaði að lenda á RISASTÓRRI hástökksdýnu, en ég hitti ekki á hana, húrraði beint í jörðina og stórslasaði mig.

Hvað um það, ég hef ekki lent í neinu í allnokkur ár (7,9,13) en nú virðist gaurinn minn vera tekinn við. Honum tókst snilldarlega að hjóla Á HÚS í gær og brjóta á sér úlnliðinn!
Hann hjólaði á blússandi ferð niður snarbratta brekku sem liggur niður að húsinu, en brekkan var rennandi blaut, svo að þegar hann ætlaði að bremsa þá virkaði bara ekki neitt og hann þeyttist beint á húsið af fullum krafti.

Hann er merkilega brattur samt, kvartar ekki neitt nema yfir 'ógeðslegu steypulyktinni' af gipsinu. Finnst eiginlega mjög kúl að vera með svona klump sko... Ég er mest hissa á að hann hafi sloppið með brákaðan úlnlið, því nýja flotta hjólið hans er í fokking stöppu, það hreinlega brotnaði í fjóra parta! Hjálmurinn hans er líka í frumeindum, það er greinilegt að hann bjargaði því að ekki fór verr.

Hérna er hann að sinna tilkynningaskyldunni til fjölskyldunnar, hann var mjög spenntur yfir því að komast heim í símann og segja öllum sem við þekkjum frá þessum ósköpum:Við fórum á bókasafnið í dag (það vill svo til að það var bókasafnið sem hann skellti sér á) og hann sýndi mér hvar slysið varð. Ég horfði á brekkuna, horfði á húsið, horfði aftur á brekkuna og síðan á drenginn. Ég verð eiginlega að segja að mér þykir hann kaldur að hafa látið sér detta í hug að koma nálægt þessarri brekku á hjóli yfir höfuð. Ég fæ hroll niður bakið við tilhugsunina, miðað við hvernig þetta lítur allt út þarna þá finnst mér það kraftaverk að hann liggur ekki á sjúkrahúsi núna. *fjúff*

Elsku kellan mín!
Áttir þú ekki á sínum tíma systur sem lá á sjúkrahúsi með hálskraga og gips (af ALLT öðruðm orsökum)??? Mesta furða að viðkomandi ekki hafi kostað elskulegan frænda sinn lífið, bara við að vera viðstödd fæðingu hans! Jú-jú, ég skal axla ábyrgðina, ég skal viðurkenna á mig þá hroðalegu staðreynd að hann GÆTI haft genið frá mér!
Risaknús úr Baunaveldi
"Magga móða"

Skrifa ummæli