Li|iana on Ice: Þjófnaður

« Home | Kjánaprik » | Jammz » | Vinnutremmi » | Hæ hó » | Afsökunarpóstur » | Datt mér ekki í hug! » | Jólin að koma!! » | Ælt á presta! » | Fermingakjaftæði! » | Kaffipæling » 

fimmtudagur, júní 22, 2006 

Þjófnaður

Jæja svona listar eru alltaf svo skemmtilegir þegar maður hefur ekkert betra að mala um. Fann þennan hjá Ernu Lóu og hikaði ekki augnablik við að taka hann ófrjálsri hendi, gjössovel:

1. Aldrei í lífi mínu: Keyrt mótorhjól.
2. Þegar ég var 5 ára: Eignaðist ég litla systur.
3. Menntaskólaárin voru: Tvískipt og þeim er enn ólokið.
4. Ég hitti einu sinni: Krónprins. *swoosh*
5. Einu sinni þegar ég var á balli: Lamdi ég mann í fars.
6. Síðastliðna nótt: Dreymdi mig illa.
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: Verður ef einhver sem ég þekki giftir sig í kirkju og ákveður að bjóða mér.
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: Parket í stöflum.
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: Módem...
10. Hvað eru margir dagar í afmælið mitt: Sjö mánuðir
11. Ef ég væri karakter skrifaður af Shakespeare væri ég: Cordelía.
12. Um þetta leyti á næsta ári: Ætla ég að vera í fokking fríi.
13. Betra nafn fyrir mig væri: Júní Brá
14. Fyrsta manneskjan sem ég myndi þakka ef ég myndi vinna verðlaun væri: Mamma og pabbi. Eða Pabbi og mamma... má það bara vera ein?
15. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: Kaffi og sígó. Jömm...
16. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup: Ef unnustinn fengi skyndilega köllun og ákvæði að ganga í Krossinn.
17. Heimurinn mætti alveg vera án: Trúarbragða
18. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: Fara aftur á samkomu í Krossinum.
19. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: Tásusokkar
20. Ef ég geri eitthvað vel er það: Syngja

hehehe Júní Brá hehehe |:D

Skrifa ummæli