Kjánaprik
Eins og þeir sem þekkja mig vita þá er ég náföl á hörund. Ég er alveg svakalega hvít og það er óskaplega lítið sem ég get gert í því, svona sólarlega séð. Því ég hef aldrei getað náð mér í lit með þessum hefðbundnu aðferðum sem fela í sér notkun á sólarljósi (eða staðgenglum þess), ég verð bara rauðbleik og hálfsteikt... minni í rauninni mest á hamborgarhrygginn á jólunum. Þannig að það er langt síðan ég gafst upp á að reyna að sóla mig. Húðin mín gúdderar það bara ekki. Eins gott kannski, því maður er nú alltaf að heyra einhvern skelfingaráróður þess efnis að sólarljósið sé jú bráðdrepandi andskoti sem allir ættu að forðast í lengstu lög.
Nú er það hins vegar þannig að ég er í vinnu. Ágætis vinnu alveg sem ég kann þrælvel við. Helsti ókosturinn við hana er samt hversu skelfilega ljótur einkennisbúningurinn minn er. Ég minni óneitanlega á randaflugu í vígahug þegar ég er komin í múnderinguna, þetta er skærgult og svart. Og það er meira að segja röndótt!
Hvað um það, gera þarf fleira en gott þykir... svo ég bít það í mig að nota blessaðan gallann þrátt fyrir að ég líti svona fáránlega út í honum, og hugsa bara eiganda fyrirtækisins (og föður þess hugarfósturs sem gallinn er) þegjandi þörfina.
Jæja, herlegheitin samanstanda sem sagt af skyrtu, vesti og buxum eða pilsi. Við ráðum hvort við notum buxurnar eða pilsið og vestinu þarf maður aðeins að bregða yfir sig á veturna.
Buxurnar eru þó svo hræðilegar að ég fæ það illa af mér að leggja fótleggina á mér í þær. Strengurinn á þeim nær mér upp að brjóstum, þær poka um rassinn og magann og svo skakkur hefur hönnuðurinn verið þegar hann rissaði ósköpin upp að þær eru niðurþröngar. Svo þröngar neðst að ég kem varla fótunum í þær. Þar fyrir utan eru þær svolítið of stuttar svo að það skín yfirleitt í bert hold milli buxna og sokka.
Þið afsakið mig. En þessu get ég ofur einfaldlega ekki klæðst. Já trúið því eður ei, en meira að segja ég hef mín takmörk!
Í allan vetur hef ég því stolist til að vera bara í mínum eigin buxum. Bara venjulegum, svörtum buxum, í trausti þess að eigandinn reki ekki inn nefið og sármóðgist við mig yfir því að ég skuli ekki nota buxurnar hans.
En núna er komið sumar. Og það er heitt í vinnunni. Mjög heitt. Þetta er oggulítil kompa og þar er maður innilokaður svo að segja 8 tíma á dag. Loftræstingin er ekki sú alsnjallasta á markaðnum svo að stundum verður hitinn nánast óbærilegur með öllu.
Mér flaug því í hug, svona til að eiga betri séns í að ná andanum yfir höfuð, að nota vinnupilsið! Nú megið þið ekki misskilja mig - það er líka óskaplega ljótt. En þó skömminni skárra en buxurnar sem eru bara á bannlista hjá mér! Það er líka þeim eiginleikum búið að ná fjári hátt upp á magann, en fjandinn hafi það, það er allt skárra en buxurnar. Í hitanum er m.a.s. allt skárra en mínar eigin buxur!
En ég áttaði mig á því að í pilsinu get ég engan veginn verið með leggina bera. Ég ber jú að miklum hluta til ábyrgð á því að viðskiptin gangi vel, verandi útibússtjóri og alles. Ég get því ekki með góðri samvisku flaggað á mér beinhvítu, beru holdinu. Kostnaðurinn við að kaupa logsuðuhjálma og fá alla viðskiptavinina til að nota þá meðan þeir eru í fimm metra radíus við mig yrði barasta allt of mikill.
Hvað gerir maður þá? Jú, maður kaupir sér brúnkukrem og makar sig út í því. Þessi krem eru orðin fjári góð nú til dags, því þumba eins og mér tekst að klína þessu á og verða fallega brún á litinn. Í gærkvöldi hófst aðgerð brúnkukrem. Ég var þreytt eftir vinnuna og í ofanálag frekar dösuð af vökvaskorti. Ég er nefnilega ekki fjarri því að ég hafi sleppt um 8 lítrum af raka út um hörundið í formi svita í gær. En málið er allavega það að ég var of þreytt og nennulaus til að maka þessu dýrindiskremi á allan skrokkinn á mér. Hugsaði með mér að fyrir öllu væri að geta notað vinnupilsið, svo að ég lét mér nægja að krema mig aðeins upp fyrir hné og láta það svo gott heita fram að helgi, því þá sé ég fram á að eiga tíma og nennu til að dreifa þessarri dýrlegu brúnku um allt mitt hold.
Þetta virkaði! Leggirnir eru fagurbrúnir svo ég get skammlaust notað pilsið mitt í dag. Jibbí fyrir því. Vandinn er bara sá að fjandans skyrtan er stutterma! Svo nú verð ég að krossa fingur og vona að enginn fari að velta fyrir sér óskaplega óeðlilegum litamuninum á handleggjunum mínum og fótleggjum. Því þetta er hallærislegt.is!
Adjö að sinni.
Nú er það hins vegar þannig að ég er í vinnu. Ágætis vinnu alveg sem ég kann þrælvel við. Helsti ókosturinn við hana er samt hversu skelfilega ljótur einkennisbúningurinn minn er. Ég minni óneitanlega á randaflugu í vígahug þegar ég er komin í múnderinguna, þetta er skærgult og svart. Og það er meira að segja röndótt!
Hvað um það, gera þarf fleira en gott þykir... svo ég bít það í mig að nota blessaðan gallann þrátt fyrir að ég líti svona fáránlega út í honum, og hugsa bara eiganda fyrirtækisins (og föður þess hugarfósturs sem gallinn er) þegjandi þörfina.
Jæja, herlegheitin samanstanda sem sagt af skyrtu, vesti og buxum eða pilsi. Við ráðum hvort við notum buxurnar eða pilsið og vestinu þarf maður aðeins að bregða yfir sig á veturna.
Buxurnar eru þó svo hræðilegar að ég fæ það illa af mér að leggja fótleggina á mér í þær. Strengurinn á þeim nær mér upp að brjóstum, þær poka um rassinn og magann og svo skakkur hefur hönnuðurinn verið þegar hann rissaði ósköpin upp að þær eru niðurþröngar. Svo þröngar neðst að ég kem varla fótunum í þær. Þar fyrir utan eru þær svolítið of stuttar svo að það skín yfirleitt í bert hold milli buxna og sokka.
Þið afsakið mig. En þessu get ég ofur einfaldlega ekki klæðst. Já trúið því eður ei, en meira að segja ég hef mín takmörk!
Í allan vetur hef ég því stolist til að vera bara í mínum eigin buxum. Bara venjulegum, svörtum buxum, í trausti þess að eigandinn reki ekki inn nefið og sármóðgist við mig yfir því að ég skuli ekki nota buxurnar hans.
En núna er komið sumar. Og það er heitt í vinnunni. Mjög heitt. Þetta er oggulítil kompa og þar er maður innilokaður svo að segja 8 tíma á dag. Loftræstingin er ekki sú alsnjallasta á markaðnum svo að stundum verður hitinn nánast óbærilegur með öllu.
Mér flaug því í hug, svona til að eiga betri séns í að ná andanum yfir höfuð, að nota vinnupilsið! Nú megið þið ekki misskilja mig - það er líka óskaplega ljótt. En þó skömminni skárra en buxurnar sem eru bara á bannlista hjá mér! Það er líka þeim eiginleikum búið að ná fjári hátt upp á magann, en fjandinn hafi það, það er allt skárra en buxurnar. Í hitanum er m.a.s. allt skárra en mínar eigin buxur!
En ég áttaði mig á því að í pilsinu get ég engan veginn verið með leggina bera. Ég ber jú að miklum hluta til ábyrgð á því að viðskiptin gangi vel, verandi útibússtjóri og alles. Ég get því ekki með góðri samvisku flaggað á mér beinhvítu, beru holdinu. Kostnaðurinn við að kaupa logsuðuhjálma og fá alla viðskiptavinina til að nota þá meðan þeir eru í fimm metra radíus við mig yrði barasta allt of mikill.
Hvað gerir maður þá? Jú, maður kaupir sér brúnkukrem og makar sig út í því. Þessi krem eru orðin fjári góð nú til dags, því þumba eins og mér tekst að klína þessu á og verða fallega brún á litinn. Í gærkvöldi hófst aðgerð brúnkukrem. Ég var þreytt eftir vinnuna og í ofanálag frekar dösuð af vökvaskorti. Ég er nefnilega ekki fjarri því að ég hafi sleppt um 8 lítrum af raka út um hörundið í formi svita í gær. En málið er allavega það að ég var of þreytt og nennulaus til að maka þessu dýrindiskremi á allan skrokkinn á mér. Hugsaði með mér að fyrir öllu væri að geta notað vinnupilsið, svo að ég lét mér nægja að krema mig aðeins upp fyrir hné og láta það svo gott heita fram að helgi, því þá sé ég fram á að eiga tíma og nennu til að dreifa þessarri dýrlegu brúnku um allt mitt hold.
Þetta virkaði! Leggirnir eru fagurbrúnir svo ég get skammlaust notað pilsið mitt í dag. Jibbí fyrir því. Vandinn er bara sá að fjandans skyrtan er stutterma! Svo nú verð ég að krossa fingur og vona að enginn fari að velta fyrir sér óskaplega óeðlilegum litamuninum á handleggjunum mínum og fótleggjum. Því þetta er hallærislegt.is!
Adjö að sinni.
Nælnonsokkar?
Posted by Nafnlaus | 3:27 e.h.
Nauts! Sokkar eru ekki nógu háir og ef ég ætlaði í sokkabuxur væri ég alveg búin að kasta frá mér því sem var upprunalega hugmyndin, sem sagt að mér yrði ekki svona skelfilega heitt! ;)
Posted by Pjusken | 6:57 e.h.