Li|iana on Ice: Fokkhólmur

« Home | Hrakfallagenið... » | Kynni mín af hreinni illsku » | Heimska hyski! » | Fólk er pakk » | Sálufélagi fundinn » | Þjófnaður » | Kjánaprik » | Jammz » | Vinnutremmi » | Hæ hó » 

þriðjudagur, september 12, 2006 

Fokkhólmur

Ég þarf að fara til Stokkhólms í næstu viku, einhver leiðindafundahöld og bögg. Það súra er að fundirnir eru á þriðjudag og miðvikudag en flugið mitt út er í bítið á mánudaginn og heim um eftirmiðdaginn á fimmtudaginn. Það þýðir að ég hef böns af tíma að drepa í Stokkhólmi sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við.
Ég fór til Stokkhólms um svipað leyti í fyrra, það var fyrsta ferðin mín þangað og ég kann þrælvel við pleisið. Dúndurfalleg hola. En það er bara grútleiðinlegt að mæla göturnar þar aleinn og blankur og hafa ekkert að gera. Það er ekki einu sinni eins og ég geti húkt á hótelherberginu með tölvuna mína á netinu út af því að...? Jú af því að ég eyðileggjaði hana! Hvað gera einmana, blankir Íslendingar þá?
En hey, þótt ég þurfi að sitja á herberginu og horfa á veggina ætti það þó ekki að vera of sjabbí, mér sýnist þetta vera ágætasta búlla alveg.

Góða ferð mín kæra og gangi þér vel að drepa tímann í "Fokkhólmi"

er nú glöð að heyra að þér finnst borgin falleg, en gast ekki farið á nein söfn. hvernig var annars??

Skrifa ummæli