Fólk er pakk
Hún er undarleg, þessi árátta í Íslendingum að þurfa að byggja ljót hús.
Enn undarlegra finnst mér að áráttan virðist líka snúast um að það verði umfram allt að byggja sem flest ljót hús á mjög takmörkuðu svæði.
Nú get ég ekki sagt að ég búi í einu fegursta hverfi Reykjavíkurborgar - ég bý í Efra-Breiðholti, sem ég held að megi segja að sé það alljótasta. En nú er verið að taka örugg skref í átt að því að gera það nánast óbærilega ógeðslegt.
Hér er fátt annað en viðurstyggilegar steypublokkir. Hryllileg, kæfandi, sálardrepandi bákn full af: a) peningalega fötluðu fjölskyldufólki (moi), b) útlendingum (unnustinn) c) félagslega fötluðum dópistum/rónum, d) illa lyktandi geðsjúkum gamalmennum.
Ókei... þetta er alhæfing. En hreint ekki úr lausu lofti gripin.
Ég sætti mig við það að hverfið er ljótt. Reykjavík er ljót borg, svo einfalt er það. Svo maður getur víst ekki sett miklar kröfur um fegurðarfræðilega fullkomnun í ódýrum hverfum sem þessu. En það sem ergir mig í augnablikinu er að síðustu vikurnar hefur stór vinnuhópur unnið hörðum höndum rétt fyrir framan svalirnar hjá mér í því að byggja enn eitt báknið. Og það á einu síðasta lausa landsvæðinu sem hægt var að finna hérna. Jamm, nýta skal hvert það land, sem er meira en tíkall að flatarmáli, undir viðbjóðslegar steinsteypuhallir og malbik. Amen. -Er þetta annars ekki bein tilvitnun í einhverjar ályktanir svæðisskipulags borgarinnar? Það hlýtur bara að vera.
Enn undarlegra finnst mér að áráttan virðist líka snúast um að það verði umfram allt að byggja sem flest ljót hús á mjög takmörkuðu svæði.
Nú get ég ekki sagt að ég búi í einu fegursta hverfi Reykjavíkurborgar - ég bý í Efra-Breiðholti, sem ég held að megi segja að sé það alljótasta. En nú er verið að taka örugg skref í átt að því að gera það nánast óbærilega ógeðslegt.
Hér er fátt annað en viðurstyggilegar steypublokkir. Hryllileg, kæfandi, sálardrepandi bákn full af: a) peningalega fötluðu fjölskyldufólki (moi), b) útlendingum (unnustinn) c) félagslega fötluðum dópistum/rónum, d) illa lyktandi geðsjúkum gamalmennum.
Ókei... þetta er alhæfing. En hreint ekki úr lausu lofti gripin.
Ég sætti mig við það að hverfið er ljótt. Reykjavík er ljót borg, svo einfalt er það. Svo maður getur víst ekki sett miklar kröfur um fegurðarfræðilega fullkomnun í ódýrum hverfum sem þessu. En það sem ergir mig í augnablikinu er að síðustu vikurnar hefur stór vinnuhópur unnið hörðum höndum rétt fyrir framan svalirnar hjá mér í því að byggja enn eitt báknið. Og það á einu síðasta lausa landsvæðinu sem hægt var að finna hérna. Jamm, nýta skal hvert það land, sem er meira en tíkall að flatarmáli, undir viðbjóðslegar steinsteypuhallir og malbik. Amen. -Er þetta annars ekki bein tilvitnun í einhverjar ályktanir svæðisskipulags borgarinnar? Það hlýtur bara að vera.
ég er sammála þér að þinn hluti efra breiðholts er ljótur sérstaklega röðin af blokkunum þar sem þú býrð, fellin eru samt ljótari, en mér finnst nú ekki allt efra breiðholt ljótt finnst ósköp krúttleg húsin í mínu hverfi og þar sem amma og afi nóní búa er bara mjög sætt.
Svo er Reykjavík ekki ljót borg elliðaárdalurinn er t.d. mjög fallegur sömuleiðis fossvogurinn og laugardalurinn, vogahverfið er fallegt og rótgróið hverfi svo finnst mér þingholtin með sínum fallegur rótgrónu görðum og litlu sætu bárujárnshúsum mjög sætt hverfi. Að sjálfsögðu er samt margt ljótt en ég varð bara aðeins að verja borgina mína Reykjavík er best myndi hvergi annars staðar vilja eyða ellini
Posted by Nafnlaus | 4:56 e.h.
Hehe neibb. Ljótt, ljótt, ljótt!
Posted by Pjusken | 8:13 e.h.
Þú ættir þá að sjá Öresundskollegiið, það flokkast undir ljótustu byggingar sem gerðar hafa verið. En svo sem alveg sammála þér að ekki er fegurðinni fyrir að fara þarna.
Posted by Nafnlaus | 11:47 e.h.
Örfáir staðir í r-víkinni eru ekki ljótir. Hinsvegar er hverfið þitt með því ljótasta ever, tek undir það.
Karlinn hefur oft haldið því fram að borgin sé að reyna að útrýma öllum grasblettum, held það sé rétt hjá honum :S
Posted by Nafnlaus | 9:04 f.h.
Sammála þér mín kæra systir btw frábær pistillinn þinn um brúnkukremið ég hágrét af hlátri við lesturinn
Posted by Nafnlaus | 11:26 e.h.