Silvía NightEkki skil ég þetta Silvíu-hype sem hópríður þjóðinni þessa dagana. Ég hefði verið fegnust manna ef þetta skrípi hefði fengið að fjúka úr keppninni. Reyndar hefði ég þá tapa veðmálinu sem ég á við mömmu... Ég sagði henni fyrir fyrstu forkeppnina í júgró hérna að það væri í rauninni formsatriði að halda þessa forkeppni, það væri bókað mál að fíflið verður sent út. Það eru allt of margir vanvitar og unglingar á Íslandi sem kunna á síma. Eftir að hún heyrði svo lagið (lagleysuna) þá vildi hún bara ekki vera sammála mér. Hún sagði að það væri útilokað að Íslendingar væru svona heiladauðir að þeir færu að senda þessa hljómþvælu út í sínu nafni. Ég er þó jafn fullviss um það í dag og ég var þegar ég heyrði fyrst um þátttöku Silvíu Nóttar/Nætur/BÐEBLEEEE í keppninni.
Já, svo mikið álit hef ég á skoðunum íslensku þjóðarinnar. Þetta lag er frat, þessi texti er frat, þessir ógeðslegu 'dansarar' eru frat og þessi fáránlegi flytjandi er ekki bara frat heldur bremsufar líka!
En ég er alveg viss um að hún verður fulltrúi okkar í ár. Við því er ekkert að gera. Við búum í einhverju sem einhver kallaði lýðræðisríki
(ekki spyrja mig meira út í það, ég veit ekki hvernig það virkar) og þá eru skoðanir
(og smekkleysa) fjöldans mikilvægari en rödd skynseminnar. Reyndar vil ég ekki meina að það megi kalla þetta sem fjöldinn gengur í gegnum núna
skoðanir - múgæsingur er mun frekar orð sem kemur upp í hugann.
En hvað um það. Ég er búin að vita þetta heillengi og ætti með réttu að vera farin að sætta mig við þetta. En það er bara svo fjári erfitt! Ég hef ofsalega gaman að júgróvisjón en mér leiðist alveg ferlega hvað þetta er farinn að vera mikill andskotans skrípaleikur. Þetta er bara einhver bölvaður sirkus! Þetta virðist ekki lengur hafa neitt með tónlist eða flytjendur að gera, heldur bara það hver getur verið með svakalegasta sjóið! Og þar sem mér leiðast trúðar alveg svakalega þá vil ég ekki sjá þetta bölvaða hirðfífl, sem Silvía Neeei er, fara út fyrir mína hönd. Ekki nóg með að karakterinn sé óravegu frá því að geta mögulega kallast fyndinn, heldur HATA ég meira en ég get komið í orð áhrifin sem hann hefur á fólk. Maður heyrir varla annað en óþolandi Silvíu-frasa hvert sem maður fer! Grow up!!! Þetta er ömurlegur húmor skilru!!
SímasölupakkSíðastliðin tvö ár hefur herjað á mig einhver bóksölufasisti. Það byrjaði með því að hann hringdi í mig þegar ég var í vinnunni. Ég náði ekki að svara og þar sem ég þekkti ekki númerið fletti ég því upp. Ég sá að það tilheyrði bókaútgáfu og þar sem ég þoli ekki símasölufólk ákvað að vera ekkert að hafa fyrir því að svara ef hringt yrði úr þessu númeri aftur. Heyriði, það skipti engum togum, fasistinn hringdi daglega í tæpa tvo mánuði!! Ég stóð fast við mitt, ætlaði sko ekkert að svara, hugsaði með mér að fasistanum hlyti bara að fara að leiðast þetta og gefast upp. Einn dagurinn var hringingarlaus. Þá hélt ég að hann hefði loksins náð að 'grípa punktinn' eins og sagt er. En nei, þótt hringingarnar yrðu færri þá hættu þær aldrei alveg.
Ég er með öðrum orðum búin að vera að fá hringingar frá þessu bókaforlagi að minnsta kosti mánaðarlega í tvö ár. Þetta var orðið mikið prinsippmál hjá mér og ég hét mér því að ég skyldi alls ekki svara, sama hvað! Svo var það fyrir nokkrum vikum að heimasíminn hringir. Ég stekk af stað og svara í hann, því í hann hringir afar sjaldan fólk sem ég vil ekki tala við - af þeirri ástæðu að númerið mitt er hvergi skráð! Hvað haldiði? Í símanum var kona. Hún kynnti sig og sagðist vera að hringja frá ****-forlaginu
(nenni ekki að fara út í smáatriði). Hún vildi vita hvort hún mætti spyrja mig um dálítið.
„Sjálfsagt-" sagði ég, „-en bara ef þú getur svarað mér einu fyrst".Hún var nú heldur betur til í það gellan. Svo ég spurði í mínum allra kurteistasta tóni:
„Mér leikur forvitni á að vita hvar þið fenguð símanúmerið mitt, því ég er ekki einu sinni með það á skrá!"Nei, hún gat ekki svarað þessu, svo þar með var samtalinu lokið. Enn hef ég ekki fengið fleiri símtöl frá þessum terroristum, svo ég er sátt. Næst verð ég ekki kurteis. Það er goddamn ástæða fyrir því að ég er hvorki með far- né heimasímanúmer skráð! PAKK!
PrófkjörspepparinnTalandi um símabögg... Það hringdi í mig karlmaður í gærkvöldi. Það lá við að ég yrði spennt, það er jú ekki á hverjum degi sem það hringja í mig ókunnugir karlmenn og byrja samtalið á „
Sæl og blessuð kæra vina". Ég var farin að sjá fyrir mér verulega áhugavert samtal, leit yfir að tölvuborðinu og sá að unnusti minn var með einhvern hermannatölvuleik á fullu blasti í eyrunum svo hann myndi ekkert heyra.
„Já sæll sjálfur, hvað segirðu gott?"-ansaði ég.
Þá tjáði hann mér að hann væri að vinna fyrir Steinunni Valdísi borgarstjóra og prófkjörsframbjóðanda og væri svona aðeins að hringja út og taka púlsinn meðal fólks.
Þvílík vonbrigði!!
Hann spurði mig um eitt og annað og ég svaraði frekar annars hugar, því American Idol var í sjónvarpinu og ég nennti þessu mjög takmarkað. Svo var ég líka með hrottalegan höfuðverk og símtöl áttu ekki vel við mig. Ég umlaði því já og nei á viðeigandi stöðum og mér fannst náunginn nú vera orðinn svolítið minna áhugasamur um að tala við mig en í upphafi samtalsins. Svo kom að því að hann spurði úrslitaspurningarinnar:
„Hefurðu hugsað þér að veita Steinunni Valdísi atkvæðið þitt?". Ég nennti þessu þá ekki lengur og sagði:
„Nei, ég ætla að kjósa Dag Beggertsson, hann er svo ungur og svo sexí og svo vel hærður."*þögn í símanum*
„Allt í lagi."-sagði viðmælandinn.
„Jamm, bless bless"-sagði ég
„Bless."-sagði viðmælandinn.
Drullupokinn
Já ég minntist víst eitthvað á það að ég hafi verið með höfuðverk í gær. Ég lá í sófanum yfir Idolinu
(stuttu eftir samtalið við pepparann) og var eitthvað að barma mér og vola og maðurinn minn, þessi ómótstæðilega elska, ákvað að vera voðalega góður við mig. Eða þá að þagga niður í vælinu í mér... Hann trítlaði inn á bað og kom til baka með íííískaldan þvottapoka og lagði á ennið mitt.
Þvílík sæla! Þetta var dásamlegt! Og ég er ekki frá því að mér hafi liðið svolítið betur í höfðinu í svona hálfa mínútu. Svo allt í einu flaug hugsun gegnum kollinn á mér og verkurinn þrefaldaðist!
„Tókstu þennan þvottapoka nokkuð úr hrúgunni?"-spurði ég.
„Hvaða hrúgu?"-spurði minn heittelskaði þá.
„HRÚGUNNI Á GÓLFINU, ÞEIRRI MEÐ ÖLLUM HANDKLÆÐUNUM!!"-hvæsti ég.
„Ha... jaaaaá..."-sagði hann og var djöfulli kindarlegur á svipinn.
Ég hafði verið búin að gera tilbúna hrúgu af óhreinum handklæðum sem ætlunin var að setja í salibunuferð í þvottavélinni þegar ég nennti að standa upp úr minni læstu hliðarlegu á sófanum. Málið var svo að áður en sonur minn blessaður hafði farið að sofa hafði ég þvegið honum vel og vandlega um erfðadjásnið og rassinn með þvottapoka sem ég setti síðan bara í hrúguna!
Þetta var svo þvottapokinn sem minn elskulegasti bleytti síðan í köldu vatni og lagði yfir ANDLITIÐ Á MÉR!!!!
Það er ekki laust við að hún sé svolítið laus á mér andlitshúðin í dag, ég skrúbbaði hana svo vandlega eftir þetta góðmennskukast útlendingsins.
That's all folks, buh-bye!