Li|iana on Ice: janúar 2005

mánudagur, janúar 31, 2005 

Hjartað alveg að springa...

...af allt of mikilli ást!

Aldrei hefði ég trúað því að mömmuhlutverkið væri svona dásamlegt. Strákurinn minn er sex ára en það kemur mér enn á óvart eftir allan þennan tíma hvað það er mögulegt að elska einhverja manneskju mikið!

Veit ekki alveg hvort það er nokkuð point með þessu hjá mér, langaði bara að deila því með heiminum!


laugardagur, janúar 29, 2005 

Hjálpar að hafa unnið á bar...

Vá ég er góð!

"Bacardi 151
Congratulations! You're 144 proof!
All right. No more messing around. Your knowledge of alcohol is so high that you have drinking and getting plastered down to a science. Sure, you could get wasted drinking beer, but who needs all those trips to the bathroom? You head straight for the bar and pick up that which is most efficient."


Hversu vel þekkir þú áfengi? Tékkaðu á því hérna

fimmtudagur, janúar 27, 2005 

Fífl!

Vá ég held að miðað við síðustu daga þá sé það ekki spurning að ég verð að breyta eitthvað umsögnunni um mig í prófílnum hérna til hliðar! Fáránlegt!

 

Svartsýni inc.

Já eins og alþjóð kannski (ekki) veit þá er ég í djúpu svartsýniskasti þessa dagana. Erfitt að drulla sér fram úr á morgnana og svo framvegis, og mikið um vangaveltur þess efnis hvort það sé nokkuð þess virði að vera að taka þátt í þessu guðsvolaða lífi. En allavega, ég hef þó í það minnsta húmor fyrir svartsýninni minni ennþá og vildi sýna það í verki með þessu hérna:


__________________

Ef þú ert ekki hluti af lausninni er hægt að græða góða peninga á að framlengja vandanum

Enginn okkar er eins heimskur og við allir saman

Það sem drepur mig ekki frestar því óumflýjanlega

Nóttin er alltaf svörtust áður en það verður koldimmt

Það er eyja möguleika í hverri tjörn erfiðleika. En ef þú siglir framhjá henni ertu í vondum málum

Lukkan varir engum ævilangt nema þeir deyi ungir

Þér mistekst í 100% tilfellanna sem þú reynir EKKI. Og tölfræðilega séð, í 90% í þeim tilfellum sem þú reynir.

Ef þú getur ekki lært að gera eitthvað vel, lærðu þá að njóta þess að gera það illa

Ef þú reynir aldrei neitt nýtt áttu eftir að missa af mörgum vonbrigðum í lífinu

Heimska: Þeir sem gefast upp vinna aldrei, og fæddir sigurvegarar gefast aldrei upp. En ef þú sigrar aldrei og hættir aldrei ertu hálfviti

Það er ekki til heimskuleg spurning, aðeins fullt af óupplýstum fíflum

Draumar eru eins og regnbogar - aðeins hálfvitar eltast við þá

Það er bara einn sameiginlegur þáttur í sögu þinna lélegu sambanda: ÞÚ

Aldrei vanmeta mátt heimskra fífla í stórum hópum

Það er einmanalegt á toppnum. En það er upplífgandi að horfa niður á alla þá sem mistókst

Það er viturlegt að standa ekki á milli framagjarns fífls og markmiða hans

Áður en þú reynir að sigra heiminn, vertu viss um að þú lifir það af ef heimurinn sigrar þig

Aldrei vera feimin/n við að deila draumum þínum með heiminum. Það er ekkert sem heimurinn elskar meira en bragðið af dísætum draumum fólks

Í einvígi á milli þín og heimsins - veðjaðu á heiminn

Ef þú hefur aldrei hugrekki til að fara frá ströndinni muntu aldrei upplifa hryllinginn sem er að vera týndur á hafi úti

Mundu ávallt að þú ert einstakur, alveg eins og allir hinir.

Ef þú ert einmana, mundu að þú ert ekki einn. -Og þó

Svo lengi sem við höfum hvort annað munum við alltaf eiga nóg af vandamálum til að leysa

Leyndarmál velgengninnar er að vita hverjum þú átt að kenna um mistökin þín

Þegar fuglar fljúga oddaflug þurfa þeir aðeins að leggja á sig hálfa vinnuna. Jafnvel í náttúrunni sýnir það sig hvernig samvinna stuðlar að hópleti

Engum regndropa dettur í hug að flóðið sé honum að kenna

Fórnfýsi: Það er ömurlegt starf að hafa, en ef þér tekst það vel mun það skila sér í mikilli hamingju fyrir þá sem halda áfram án þín

Þegar fólki er frjálst að gera það sem það vill - gerir það yfirleitt það sama og allir hinir

Maður notar 43 vöðva við að vera í fýlu og 17 til að brosa en alls engann til að sitja með tómlegan svip og stara út í loftið

Velgengni er ferðalag, ekki áfangastaður. Svo slappaðu af og njóttu ferðarinnar

Meðalmennska: Það tekur helmingi minni tíma og flestir taka ekki einu sinni eftir því fyrr en það er orðið of seint

Erfiðisvinna borgar sig oft með tímanum, en leti borgar sig strax

Hæsta grasstráið er það sem verður fyrst skorið af sláttuvélinni

Suma dreymir um velgengni - aðrir lifa fyrir að eyðileggja drauma þeirra

Nokkur saklaus andskotans snjókorn geta saman komið af stað hryllilegri eyðileggingu snjóflóðs

_________________________

Lifið heil - eða ekki

þriðjudagur, janúar 25, 2005 

Hvaða litur er ég?

Í andleysinu sem ríkir hérna á síðunni undanfarið þá held ég bara áfram að pósta niðurstöðum úr sjálfsprófum af netinu - ég er hreinlega ekki upplögð í að láta mér detta annað í hug, SORRÍ! En ég datt sem sagt um þetta próf á einhverju rápi um netið blessað og datt í hug að ykkur gæti þótt aðhyglisvert að vita að ég er

GUL

You are very perceptive and smart. You are clear and to the point and have a great sense of humor. You are always learning and searching for understanding.

Ef þú ert forvitin/n um hvaða litur þú ert þá geturðu svo sem farið hingað og tékkað á því. Ég er ekkert endilega að mæla með því að þú gerir það, en ég meina, ef þitt líf er jafn ömurlegt og mitt þá gætirðu verið í þörf fyrir eitthvað svona fáránlegt að gera...

fimmtudagur, janúar 20, 2005 

Svona er maður nú skrýtinn!

























Hey, og já, ég á víst afmæli í dag!! 0 Jibbbbí!

mánudagur, janúar 17, 2005 

Elsewhere

I love the time in between
the calm inside me
In the space where I can breathe
I believe there is a
distance I have wandered
to touch upon the years of
reaching out and reaching in
holding out holding in

I believe
this is heaven to no one else but me
and I'll defend it long as I can be
left here to linger in silence
If I choose to
would you try to understand?

I know this love is passing time
passing through like liquid
I am drunk in my desire...
But I love the way you smile at me
I love the way your hands reach out and hold me near...
I believe...

I believe
this is heaven to no one else but me
and I'll defend it long as
I can be left here to linger in silence
if I choose to
would you try to understand ?

Oh the quiet child awaits the day when she can break free
the mold that clings like desperation
Mother can't you see I've got
to live my life the way I feel is right for me
might not be right for you but it's right for me...


I believe
this is heaven to no one else but me
and I'll defend it long as
I can be left here to linger in silence
if I choose to
would you try to understand it?

I would like to linger here in silence
if I choose to
would you understand it...
would you try to understand?


Sarah McLachlan

þriðjudagur, janúar 11, 2005 



Ég get ekki annað en trúað því að þessir Danir séu stórklikkaðir með meiru! Þetta sem þið sjáið hérna fyrir ofan mig á sem sagt að gera mig slank og fína ef ég nenni að troða því í mig svo að segja kvölds og morgna for ever and ever and ever and ever and ever.... Ég á dálítið bágt með að kaupa það akkúrat núna, enda nýrisin upp af stólnum og held í sannleika sagt að ég eigi aldrei eftir að geta borðað annan munnbita af mat svo lengi sem ég lifi!
Jesús Pétur!
Myndin gerir réttinum ekki einu sinni nógu góð skil, þetta var MONSTER skammtur! Nú bið ég bara um styrk frá æðri máttarvöldum til að halda þessu áfram, ég var víst eitthvað að hafa um það stór orð fyrr í dag að ég ætlaði að vera orðin ferlega lekker um næstu jól og fyrst Danirnir segja að þetta virki (og Jónína líka) þá hlýtur það bara að vera satt! Núna ætla ég að fara og reyna að anda svolítið í sófanum, ég sé engan veginn fyrir mér að ég eigi eftir að hræra lið eða legg í kvöld!

mánudagur, janúar 10, 2005 

NEEEEEEEEEEEI!!!

ÉG TRÚI ÞESSU EKKI!!!

Haldið þið ekki að karllufsan hafi verið að hringja í mig frá spítalanum, hann fór þangað í morgun til að láta mynda brotið og taka gipsið ef allt liti vel út.... HELL NO! Hann þarf aðrar 3 vikur í gipsinu AÐ MINNSTA FOKKING KOSTI! Ef þetta lítur svo ekki nógu vel út eftir þrjár vikur þá þarf hann að fara í aðgerð á fætinum og að öllum líkindum ENN AÐRAR þrjár vikur! Andskotinn, maður var farinn að vona að lífið gæti farið að ganga sinn vanagang hérna! En nei, ég verð áfram með skröltandi vælukjóakryppling á bakinu næstu vikurnar. Ég er ekki hamingjusöm núna - eins og þið sjáið kannski.

Annars byrjaði átakið mitt í dag, ég er ekki að sjá fram á að hafa nógu marga klukkutíma í sólarhringnum fyrir allan þennan mat! Við erum að tala um að það tók mig þrjú korter að borða hádegismatinn!!! Og þá er ekki tíndur til sá tími sem tekur að útbúa helvítið! Vá! En ég er að vonast til að komast í gegnum „eldvegginn“ og þetta fari þá að ganga betur. Mín ætlar að vera beib um næstu jól veððer jú læk it or nott!

Jæja ég er farin að lemja eitthvað, verð að fá út þennan pirring ef hann á ekki að bitna á heila fótnum hans Tony!

laugardagur, janúar 08, 2005 

Vængbrot

Ég snýst í kringum sjálfa mig eins og fífl þessa dagana, ég hef bara hreinlega ekki neitt að gera! Skólinn byrjar ekki fyrr en á mánudaginn og þar til þá þá hafði ég hugsað mér að njóta síðustu frídaganna í botn og hafa það bara ferlega notalegt. En þá dynur hörmungin yfir!

Síðunni, þar sem ég hef eytt mestum af mínum „quality“ tíma síðan í nóvember hefur barasta verið lokað! Það standa einhverjar massa breytingar þar yfir til að reyna að koma í veg fyrir stanslausar árásir einhverja djókera sem hakka sig inn á síðuna og skemma eitthvað drasl - og á meðan það er verið að reyna að koma í veg fyrir þetta þá er bara allt heila draslið niðri, þenk jú verí mení! Maður er eins og vængbrotinn fugl þegar maður sest við tölvuna, til í smá næsheit. Smellir sig inn á síðuna og - EKKERT! Ég stend mig að því að sitja þá bara og góna á skjáinn í 10 mínútur áður en ég fatta það að það er ekki mikið annað sem ég nenni í tölvunni að gera og stend bara upp og fer að sauma eða eitthvað álíka fáránlegt í staðinn. ÞETTA ER AÐ GANGA FRÁ MÉR! Það versta í þessu er að þetta hefur líka áhrif á krypplinginn minn, hann var enn háðari þessu en ég (þótt ótrúlegt megi virðast) og nú þegar hann kemst ekki inn þá finnst honum svolítið eins og hann hafi tapað tilgangi lífsins. Hmmm... já ok kannski eru þetta æðri máttarvöld að benda okkur á að ná okkur í eitt stykki LÍF - og allt gott og blessað með það, en þetta er svo sárt! 0 Ef ég má biðja ykkur um stóran greiða þá væri hann sá að opna ÞENNAN link og senda alla ykkar sterkustu þankakrafta í að helvítis síðan opni bráðum!

Jæja hvað um það. Ég fór í bíó í gær með Kolbrúnu, við sátum og kremuðum yfir Cole Hauser í Paparazzi og mikið var það nú upplífgandi! Ég held að við höfum komist að þeirri niðurstöðu í sameiningu að þrátt fyrir kjötið af „heimaslátruðu“ sé nú best, þá er alltaf gaman að skoða skrokkana í kjötborðinu í búðinni!

Ég fór að sofa klukkan hálfníu í morgun og vaknaði núna klukkan 4, ætli það megi ekki segja þá að hringnum sé náð - mér hefur tekist að snúa sólarhringnum algerlega við í þessu jólafríi. Ég hef komist að því að ég er mun skemmtilegri á alla kanta sem B manneskja en nokkru sinni A manneskja, svo að mér þykir hálf súrt að þessi lífsstíll sé nú að renna sitt skeið í bili. Nú þarf maður víst að fara að vakna á morgnana og sofna á kvöldin, svona til að passa við rútínu allra hinna. BORING! Nei nei ég segi nú bara svona, það verður örugglega ágætt að upplifa svolítinn ryþma og heilbrigðan takt í lífinu aftur.

Hey já og ég fékk stundatöfluna mína í fyrradag, bara schnilldartafla! Ég þarf ekki að byrja kl 8 nema einu sinni í viku! Skribbííí! Fögin eru líka fín, ég tek latínu, spænsku, þýsku, íslenskux2 og stærðfræði. Gaman að því.

Jæja ég nenni þessu ekki lengur, ég ætla að klæða mig og fara út og kaupa kaffi.

Ekki hrökkva uppaf þar til næst!

mánudagur, janúar 03, 2005 

Nýársheit og fleira rugl

Á ég að reyna að uppfylla nýársheitin mín? Þar er efinn sko.

Ég er hrædd um að ég hafi skotið mig dálítið í fótinn í heitstrengingum þetta árið, svo ég er nokkuð viss um að ég á eftir að renna á rassinn með eitthvað af því. En hið góða við að strengja allt of mörg áramótaheit er það að þá á maður e.t.v. séns í að standa við eitthvað af þeim og líða ekki eins og lúser, gagnstætt því sem gerist þegar maður strengir bara eitt og svíkur það með glans! Svo að eitt áramótaheitið enn er að ég ætla ekki að vera tótal lúser á þessu ári. -Svona öfugt við undanfarin ár. Nei, ekki fá neitt oföndunarkast núna yfir þessarri yfirlýsingu minni, ég er ekki að tala um að ég ætli að fara að kaupa mér Diesel gallabuxur og Henson galla til að vera ekki lúser, nei, ég ætla sko ekki að fara að svíkja lit á svo öfuguggalegan hátt! Ég á við að ég ætla að reyna að standa við þó ekki sé nema eitt heitið mitt. Ég mun halda áfram að vera nörd, vinum mínum til mikillar gleði og ánægju. Hvað væri The Lil án smá púkóháttar!?

Sérstakasta áramótaheitið mitt var að ég hét því að hætta ekki að reykja alveg strax! Já þér þykir þetta kannski furðulegt en ég vildi bara ekki vera eins og allir hinir. Ég ætla sko alveg að hætta að reykja, en það verður ekki strax.

Kallinn strengdi þess heit að fyrir lok þessa árs þá ætlar hann að líta út fyrir að vera minna óléttur en ég! Gangi honum vel!

Veit ekki til þess að kettirnir hafi nokkru lofað, nema ef til vill því að vera áfram taugahrúgur og froðufellandi hræðslupúkar. Man, leiðinlegar lufsur! Jú, Dúska lofaði því að verða sköllótt fyrir lok janúar. Hún veit ekki af því en hún er samt búin að lofa því. Ég mun sjá ykkur fyrir myndum af herlegheitunum þegar þau eru afstaðin - og ég mun líka skella inn myndum af mér útklóraðri og hálfuppétinni eftir aðfarirnar. Brúska lofaði því hins vegar að skipta um nafn, hún mun hér eftir heita Skræfa.

Það eina sem ég lofa í sambandi við skólann er að ég ætla að standast öll fögin mín. Já, þar hafið þið það, ég ætla ekki að setja mér það takmark að brillera eina ferðina enn, ég er orðin þreytt á þessari leiðindaathygli. Þessa önnina ætla ég bara að hafa það næs og vera ekki í þessum eilífa rembingi, mig langar til að halda geðheilsu og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.

Hey, já og svo lofa ég því að blogga meira og vera skemmtilegri í pistlunum mínum! -Það ætti að gleðja ykkur! Ég er samt ekki viss um að það gangi alveg upp miðað við annað heit; að hanga minna í tölvunni... En við mössum það einhvern veginn til, ikkilægi?!??

Já og áramótin gengu ágætlega, maður þrusaði í sig ótæpilega af freyðivíni og bjór eins og vera ber, en ég gerði enga stóra skandala, pissaði ekki í neina blómapotta eða ældi í ryksugur. Nei, ég lét aðra um að skandalisera þessi áramótin.

Mér lukkaðist hins vegar að ná mér í eitthvað sem nú á þriðja degi eftir áramót ég get aðeins talið vera krónískar harðsperrur og mér tókst einnig að labba heim á pinnahælum í fljúgandi hálku og ekki fótbrjóta mig. Ég fixaði harðsperrurnar þannig, nota bene... Ég hélt líka að mig hefði kalið á fingrum og tám en það virðist hafa sloppið, að minnsta kosti eru puttarnir nógu sprækir til að pikka þetta núna. Og með þeim orðum þá ætla ég að segja þessu lokið og fara að þvo þvott í massavís og taka til í skóladraslinu mínu, það er víst ekki seinna vænna.

Hafið það sem best, þið ykkar sem mér er ekki sama um.