Li|iana on Ice: Ögh

« Home | Djöh » | Photoshop er GAMAN » | Hjartað alveg að springa... » | Hjálpar að hafa unnið á bar... » | Fífl! » | Svartsýni inc. » | Hvaða litur er ég? » | Svona er maður nú skrýtinn! » | Elsewhere » | Ég get ekki annað en trúað því að þessir Danir sé... » 

miðvikudagur, febrúar 09, 2005 

Ögh

Ég er engan veginn nógu dugleg að pósta hérna inn atburðum úr mínu annars mjög svo óáhugaverða lífi... nógan helvítis tíma ætti ég svosem að hafa til þess í þessu þunglyndiskasti mínu en ég bara nenni því aldrei. En ætli ég pikki ekki inn nokkur orð núna fyrst það nennir enginn að tala við mig á msn og barnaland er farið að láta útfjólubláar bólur með innrauðum grefti spretta upp á líka mínum hist og her...

Ætli það sé þá ekki nærtækast að segja frá því hvað hefur verið að drífa á daga mína undan farið?

**
**

Ok nú er ég búin að því. Gott að vera búin að koma því frá mér! Nei svona í alvöru talað þá er búið að vera afspyrnu lítið um viðburði hjá mér, maður er jú búinn að fara á skrall með einhverjum kellingum og gera sig að fífli við það, maður er búinn að éta bollur og saltkjöt (sitt í hvoru lagi) og maður er búinn að sofa, pissa, læra, hanga í tölvunni, horfa á sjónvarpið, bursta tennurnar af og til, reykja ótæpilega og drekka kaffi - en ég ætla ekki að vera að deyfa í ykkur heilann með frásögnum af lífi mínu eins ömurlegt og það nú er þessa dagana.

Ég þarf að flytja í maí - jibbí! *EKKI* Ég er hoppandi reið og pirruð út í leigusalann fyrir að selja svona ofan af mér þakið, en ég er víst bara aumur leigutaki með árssamning og hef ekkert sem ég get sagt um það. Ég flutti inn í þessa íbúð í fyrrasumar í þeirri bjargföstu trú að þennan stað gæti ég fengið að kalla heimili um ófyrirséða framtíð, í það minnsta þangað til manni tækist að nurla saman nógu mörgum aurum til að kaupa sér slot einhvers staðar. En nei! Ég þarf að pakka saman öllu mínu hafurtaski AFTUR (mér finnst ég ekki einu sinni vera búin að koma mér almennilega fyrir hérna) og koma mér á einhvern annan stað. Ég er svo ekki að nenna því, og mér finnst svo sorglegt að fara héðan, mér er búið að líða svo vel, því þetta er æðisleg íbúð. En svona fer fasteignamarkaðurinn víst með fólk, það sér milljónirnar spretta upp í kringum sig þegar verðið á íbúðum skýst svona upp - og þá er kannski ekki nema ofur eðlilegt að það birtist nokkur dollaramerki í agunum á því. Þannig að ég verð að láta í minni pokann... og þann stærri ásamt nokkrum pappakössum, greinilega og færa rassinn á mér í einhverja aðra íbúð. Og ég er ekki sérstaklega ánægð með það.

Þar fyrir utan veit ég ekki meira um hvað er að gerast í þessu lífi mínu. Það er allt einhvern veginn á haus og ég finn gamlar þunglyndistilfinningar sverma hættulega nærri mér, nokkuð sem ég er dauðhrædd við! Ég reyni að vona að það sé bara restin á skammdeginu sem er að fara svona með mig og þetta batni allt saman með rísandi sól - en það er fjári erfitt að vera einhver fokking Pollíanna með bakið kengbogið undir áhyggjum og vanlíðan.

Ég nenni þessu ekki lengur, pósta inn meiru síðar ef ég nenni.

Awwww takk sqwízes... *sniff*

Skrifa ummæli