Íþróttir
Hún Jónína kom til mín í gær, ég var búin að lofa henni að segja henni pínulítið til í þýsku, þar sem það er soldið styttra síðan ég var að læra þetta undurfagra tungumál en aðrar vinkonur hennar sem þó eru sleipari en ég á tungumálasviðinu.
Ég komst að því að ég er drullulélegur kennari. En ég gat þó leiðbeint henni pínulítið um hvað væri gott að skoða betur og svona, svo ég held ekki að kvöldið hafi verið algjört flopp. Eftir lærdóminn sátum við og spjölluðum á meðan vetrarólympíuleikarnir gengu í sjónvarpinu. Þar var verið að keppa í curling. Þetta er dásamleg íþróttagrein. Hugsið ykkur bara fegurðina í þessu, þetta er eins og boccia á ís með kústum! Hvað gæti verið lógískara?
Við gátum lítið ráðið við okkur, við festumst einhvern veginn í því að horfa á einn gaur með yfirgengilegan einbeitingarsvip skutla einhverju dóti eftir ísnum og kalla hamast þarna með kústana sína eins og þeir fái ekki að fara á ballið hjá prinsinum ef ísinn verði ekki spegilsléttur, hreinn og gljáandi þegar þrifunum er lokið. Þeir sem ekki sjá fegurðina í þessu eru eitthvað skrýtnir.
Ég er þó ekki á því að þetta sé einkennilegasta íþróttagreinin sem keppt er í á ólympíuleikum. Ég verð að segja fyrir mína parta að mér þykir labbið á sumarólympíuleikunum alltaf það furðulegasta sem fólki hefur dottið í hug að keppa í. Hver fékk þessa svakalegu hugmynd??
Ég hef einhvern veginn alltaf séð fyrir mér að ef maður þarf að komast eitthvert hratt en hefur ekkert nema lappirnar á sjálfum sér til að komast þangað þá hlýtur heilbrigð skynsemi að gauka því að manni að hlaupa af stað. Ekki labba þangað hratt! Ég hef óskaplega gaman af því að horfa á sumarólympíuleikana, ég hef lúmskt gaman að frjálsum íþróttum - en ekki vitna í mig varðandi þetta, ég er yfirlýstur antisportisti og vil helst ekki að þetta breiðist út. Ég verð líka að játa að það, að horfa á labbið, finnst mér skemmtun hin besta. Ekki af því að ég fæ þessa "vá hvað þessi er góður!"-tilfinningu eins og þegar keppt er í hástökki eða kúluvarpi, heldur vegna þess að ég hlæ og hlæ eins og fífl allan tímann meðan labbað er. Þetta er svo einstaklega aulalegt og ó-þokkafullt að það er engin hemja!
Jónína var ekki sammála mér með að þetta væri fáránlegasta íþróttagreinin. Hún heldur því fram að það sé í rauninni ofsalega lógískt að láta sér detta þetta í hug sem keppnisgrein, af því að það er jú fullt af fólki sem er viðkvæmt í liðamótum og finnst þægilegra að labba hratt heldur en að hlaupa með öllu því hossi sem fylgir óhjákvæmilega skokki og hlaupum. En ætti fólk sem þannig er ástatt um þá ekki frekar að keppa á Special Olympics?
Ég komst að því að ég er drullulélegur kennari. En ég gat þó leiðbeint henni pínulítið um hvað væri gott að skoða betur og svona, svo ég held ekki að kvöldið hafi verið algjört flopp. Eftir lærdóminn sátum við og spjölluðum á meðan vetrarólympíuleikarnir gengu í sjónvarpinu. Þar var verið að keppa í curling. Þetta er dásamleg íþróttagrein. Hugsið ykkur bara fegurðina í þessu, þetta er eins og boccia á ís með kústum! Hvað gæti verið lógískara?
Við gátum lítið ráðið við okkur, við festumst einhvern veginn í því að horfa á einn gaur með yfirgengilegan einbeitingarsvip skutla einhverju dóti eftir ísnum og kalla hamast þarna með kústana sína eins og þeir fái ekki að fara á ballið hjá prinsinum ef ísinn verði ekki spegilsléttur, hreinn og gljáandi þegar þrifunum er lokið. Þeir sem ekki sjá fegurðina í þessu eru eitthvað skrýtnir.
Ég er þó ekki á því að þetta sé einkennilegasta íþróttagreinin sem keppt er í á ólympíuleikum. Ég verð að segja fyrir mína parta að mér þykir labbið á sumarólympíuleikunum alltaf það furðulegasta sem fólki hefur dottið í hug að keppa í. Hver fékk þessa svakalegu hugmynd??
Ég hef einhvern veginn alltaf séð fyrir mér að ef maður þarf að komast eitthvert hratt en hefur ekkert nema lappirnar á sjálfum sér til að komast þangað þá hlýtur heilbrigð skynsemi að gauka því að manni að hlaupa af stað. Ekki labba þangað hratt! Ég hef óskaplega gaman af því að horfa á sumarólympíuleikana, ég hef lúmskt gaman að frjálsum íþróttum - en ekki vitna í mig varðandi þetta, ég er yfirlýstur antisportisti og vil helst ekki að þetta breiðist út. Ég verð líka að játa að það, að horfa á labbið, finnst mér skemmtun hin besta. Ekki af því að ég fæ þessa "vá hvað þessi er góður!"-tilfinningu eins og þegar keppt er í hástökki eða kúluvarpi, heldur vegna þess að ég hlæ og hlæ eins og fífl allan tímann meðan labbað er. Þetta er svo einstaklega aulalegt og ó-þokkafullt að það er engin hemja!
Jónína var ekki sammála mér með að þetta væri fáránlegasta íþróttagreinin. Hún heldur því fram að það sé í rauninni ofsalega lógískt að láta sér detta þetta í hug sem keppnisgrein, af því að það er jú fullt af fólki sem er viðkvæmt í liðamótum og finnst þægilegra að labba hratt heldur en að hlaupa með öllu því hossi sem fylgir óhjákvæmilega skokki og hlaupum. En ætti fólk sem þannig er ástatt um þá ekki frekar að keppa á Special Olympics?
Bara byrjuð að blogga aftur.. ég verð í allt kvöld að lesa það sem ég á eftir að lesa hjá þér ;)
En já ég er sammála með svona labb... mjög sérkennileg íþróttagrein. Ég gleymi heldur aldrei þegar ég sá á síðustu ólympíuleikum(ef ég man rétt) þegar sú sem var að vinna og með nokkuð langt forskot var við það að labba inn á leikvanginn og labba síðustu metrana gerði mistök og var dæmd úr leik... Mistökin voru að hún sást vera með báðar fætur í loftinu í einu sem telst vera hlaup en ekki labb... svekkjandi eftir margra kílómetra labbitúr...
Posted by Nafnlaus | 4:55 e.h.
Þetta er allt jafn asnalegt
Posted by Nafnlaus | 7:14 e.h.
Það er greinilega hægt að vera antisportisti en hafa gaman af íþróttum, gott mál, mér finnst reyndar golf asnalegasta íþrótt veraldar held ég allavega sem ég man eftir í augnablikinu, en margar ansi skondnar.
Posted by Nafnlaus | 1:11 f.h.
Curling. Mér finnst það vera asnalegasta íþróttin.
Posted by Nafnlaus | 10:44 f.h.