EKKI skóli á mánudaginn! (30.10.'04)
Ég er komin að þeirri niðurstöðu að vel íhuguðu máli að ég sendi strákinn minn ekki í skólann á mánudaginn.
Ákvörðunina byggi ég mest á honum sjálfum, ég þekki hann það vel að ég veit að ef til þess kæmi að skólinn stæði í viku og svo ekki meir þá myndi það gera honum mun meira ógagn en gagn. Mér finnst það virkilega brútal af þeim sem þetta ákváðu að ætla að senda börnin (og kennarana) inn í skólana þegar málið stendur svona.
Fyrir það fyrsta þá verða börnin fyrir miklu róti ef allt springur svo í loft upp aftur og það er fyrir marga krakka, t.a.m. strákinn minn, mjög slæmt.
Í annan stað get ég ekki ímyndað mér að staðan sé sérstaklega þægileg fyrir kennarana sem nú mæta í vinnuna, allskostar óklárir á því hvernig þeir standa og hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá. Ég er ekkert sérstaklega viss um að kennarinn sé að leggja sig fram við vinnuna sína þessa viku þegar hann hefur ekki hugmynd um fyrir hvað hann er að vinna! Er þá ekki rétt eins gott að halda barninu heima?
Í þriðja lagi þá setur þetta kennarana í ömurlega stöðu, ef þeir svo ákveða að fella þessa tillögu þá eru krakkarnir sendir aftur heim og hver er vondi karlinn? Jú hverjir aðrir en ÞEIR SJÁLFIR! Þeim finnst þeir sennilega í mörgum tilfellum knúnir til að samþykkja eitthvað sem þeir í raun eru afar ósáttir við, og hver vill láta hundfúlan og óánægðan kennara fara með eitt það mikilvægasta sem börnunum okkar er boðið upp á??
Ég sé nákvæmlega engan tilgang með þessari frestun á verkfallinu, ég hefði viljað sjá atkvæðagreiðsluna fara fram strax og skólann ekki hafinn fyrr en hlutirnir liggja klárir á borðinu. Mér finnst málið allt of óklárt og hljóðið í kennurum allt of neikvætt til að ég geti réttlætt það fyrir sjálfri mér að senda strákinn í skólann. Hvað skólaskylduna varðar þá blæs ég á það! Hún hefur nú ekki verið í hávegum höfð síðustu sex vikurnar hvort eð er, svo af hverju ætti ég að setja það fyrir mig? Jú, svo kann að fara að stráksi verði viku á eftir hinum börnunum í sex ára bekk en ég met hreinlega hans sálarheill hærra því hvort hann getur skrifað bókstafinn G! Aðstæðurnar hjá honum það sem af er skólaárinu eru hvort eð er á þá leið að þessi vika kemur ekki til með að skipta nokkru máli í stóra samhenginu!
Af mbl.is:
___________
"Tillagan var kynnt trúnaðarmönnum kennara í gær. Jóhanna Gestsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Seljaskóla, segist svartsýn á að tillagan verði samþykkt í atkvæðagreiðslu. "Það er ansi þungt í mönnum hljóðið og það kæmi mér verulega á óvart ef tillagan verður samþykkt eins og hún er. Í sjálfu sér hefur orðið lítil breyting frá síðasta kjarasamningi. Mönnum finnst ekki nóg að gert varðandi launaliðinn," segir Jóhanna."
_______
Þetta er nota bene trúnaðarmaður kennaranna í skóla sonar míns og á meðan hljóðið er svona þá tek ég hreinlega ekki sénsinn! Á meðan möguleikinn á fellingu er fyrir hendi, hversu lítill sem hann kann að vera þá finnst mér það bara princip-mál hjá mér að standa föst á þessari skoðun minni!
Auðvitað ákveður fólk þetta fyrir sjálft sig, ég get t.d. vel skilið að foreldrar eldri barnanna vilji senda þau í skólann, þó ekki sé nema til að "ræna" nokkrum skólabókum með sér heim í því tilfelli að verkfall hefjist að nýju að viku liðinni. En í mínu tilfelli sé ég einfaldlega engin rök nógu sterk fyrir því að ég gangi út af stefnu minni.
Og hana nú!
Ákvörðunina byggi ég mest á honum sjálfum, ég þekki hann það vel að ég veit að ef til þess kæmi að skólinn stæði í viku og svo ekki meir þá myndi það gera honum mun meira ógagn en gagn. Mér finnst það virkilega brútal af þeim sem þetta ákváðu að ætla að senda börnin (og kennarana) inn í skólana þegar málið stendur svona.
Fyrir það fyrsta þá verða börnin fyrir miklu róti ef allt springur svo í loft upp aftur og það er fyrir marga krakka, t.a.m. strákinn minn, mjög slæmt.
Í annan stað get ég ekki ímyndað mér að staðan sé sérstaklega þægileg fyrir kennarana sem nú mæta í vinnuna, allskostar óklárir á því hvernig þeir standa og hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá. Ég er ekkert sérstaklega viss um að kennarinn sé að leggja sig fram við vinnuna sína þessa viku þegar hann hefur ekki hugmynd um fyrir hvað hann er að vinna! Er þá ekki rétt eins gott að halda barninu heima?
Í þriðja lagi þá setur þetta kennarana í ömurlega stöðu, ef þeir svo ákveða að fella þessa tillögu þá eru krakkarnir sendir aftur heim og hver er vondi karlinn? Jú hverjir aðrir en ÞEIR SJÁLFIR! Þeim finnst þeir sennilega í mörgum tilfellum knúnir til að samþykkja eitthvað sem þeir í raun eru afar ósáttir við, og hver vill láta hundfúlan og óánægðan kennara fara með eitt það mikilvægasta sem börnunum okkar er boðið upp á??
Ég sé nákvæmlega engan tilgang með þessari frestun á verkfallinu, ég hefði viljað sjá atkvæðagreiðsluna fara fram strax og skólann ekki hafinn fyrr en hlutirnir liggja klárir á borðinu. Mér finnst málið allt of óklárt og hljóðið í kennurum allt of neikvætt til að ég geti réttlætt það fyrir sjálfri mér að senda strákinn í skólann. Hvað skólaskylduna varðar þá blæs ég á það! Hún hefur nú ekki verið í hávegum höfð síðustu sex vikurnar hvort eð er, svo af hverju ætti ég að setja það fyrir mig? Jú, svo kann að fara að stráksi verði viku á eftir hinum börnunum í sex ára bekk en ég met hreinlega hans sálarheill hærra því hvort hann getur skrifað bókstafinn G! Aðstæðurnar hjá honum það sem af er skólaárinu eru hvort eð er á þá leið að þessi vika kemur ekki til með að skipta nokkru máli í stóra samhenginu!
Af mbl.is:
___________
"Tillagan var kynnt trúnaðarmönnum kennara í gær. Jóhanna Gestsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Seljaskóla, segist svartsýn á að tillagan verði samþykkt í atkvæðagreiðslu. "Það er ansi þungt í mönnum hljóðið og það kæmi mér verulega á óvart ef tillagan verður samþykkt eins og hún er. Í sjálfu sér hefur orðið lítil breyting frá síðasta kjarasamningi. Mönnum finnst ekki nóg að gert varðandi launaliðinn," segir Jóhanna."
_______
Þetta er nota bene trúnaðarmaður kennaranna í skóla sonar míns og á meðan hljóðið er svona þá tek ég hreinlega ekki sénsinn! Á meðan möguleikinn á fellingu er fyrir hendi, hversu lítill sem hann kann að vera þá finnst mér það bara princip-mál hjá mér að standa föst á þessari skoðun minni!
Auðvitað ákveður fólk þetta fyrir sjálft sig, ég get t.d. vel skilið að foreldrar eldri barnanna vilji senda þau í skólann, þó ekki sé nema til að "ræna" nokkrum skólabókum með sér heim í því tilfelli að verkfall hefjist að nýju að viku liðinni. En í mínu tilfelli sé ég einfaldlega engin rök nógu sterk fyrir því að ég gangi út af stefnu minni.
Og hana nú!