Fólk er óþolandi!
Ok ok ég veit ekki hvar ég á að byrja almennilega, ég næ svo illa upp í nefið á mér! Ég er heldur ekki alveg klár á hvað ég er að reyna að bulla en ég bara má til með að pústa út!
Flestir hafa líka heyrt um "íslensku leiðina" í mörgu, þegar ákveðið er að setja upp einhverja nýjung en það er horft í hverja krónu við stofnkostnað nýjungarinnar en ekki í langtímakostnaðinn.
Það var sem sagt ákveðið að kýla á að setja upp ákveðið kerfi á ákveðnum stað, en ekki tímt að eyða í að fá kerfið sem mælt var með af sérfræðingum fyrir þennan tiltekna stað, heldur keypt ódýrara kerfi sem gefið var að ekki væri öruggt að myndi virka við þessar aðstæður hérna. Það þótti alveg á mörkunum, það gæti gengið með einhverri heppni. Jæja, þessu var dúndrað upp á mettíma og með sem minnstum tilkostnaði og nú er þetta búið að vera í gangi í svolítinn tíma. Þetta er kerfi sem í eðli sínu vekur hörð viðbrögð margra sem eru nú "neyddir" til að greiða fyrir þjónustu sem áður var frí.
Maðurinn minn vinnur hjá fyrirtæki sem sér um viðhald á þessum búnaði, en hann er sá eini í fyrirtækinu sem kann almennilega á hann, svo hann er kallaður út í hvert skipti sem eitthvað bjátar á. Og í ljósi þess hve nískan var allsráðandi við uppsetninguna þá er það MJÖG OFT sem útköllin koma. Hann talar við fólkið á staðnum í síma daglega, oft á dag til að leysa þau vandamál sem hægt er að leysa símleiðis en þarf samt að fara fjórum til fimm sinnum á viku á staðinn sjálfur á öllum tímum sólarhrings til að sjá um að laga það sem bilar. Allt gott og blessað með það, þetta er jú vinnan hans.
Í gær hins vegar varð stór kerfisbilun í þessum græjum og hann var á staðnum allan daginn og kom heim eftir venjulegan vinnutíma en var kallaður strax aftur út. Hann skellir sér á staðinn og stendur úti í gargandi roki og rigningu í sjö klukkustundir við að reyna að fá draslið til að virka. Allan tímann myndast langar bílaraðir við hliðin (já þetta eru gjaldhlið við bílastæði) og vegna manneklu á staðnum þá er enginn tiltækur til að stýra umferðinni eða ræða við fólkið, sem skiljanlega er fúlt yfir að komast ekki leiðar sinnar STRAX. Þannig að hann er að stökkva á milli, að reyna að róa niður fólkið og stýra umferðinni annars vegar og reyna að laga kerfið hins vegar. Það er fyrir það fyrsta ekkert í hans verkahring að sjá um umferðarstýringu þarna eða samskipti við brjálaða viðskiptavini en það var enginn annar á staðnum.
Og þá kem ég loks að efninu:
Eins og fólk getur nú verið mikil helvítis fífl þá þurftu náttúrulega að vera þónokkrir sem alls ekki vildu "láta bjóða sér þetta"! Þannig að nú þurfti maðurinn ekki einungins að sjá um að reyna að laga kerfið í þessu öskrandi óviðri sem var í gærkvöldi á meðan hann reyndi að hafa hemil á fólkinu OG stýra umferðinni heldur þurfti hann einnig að verjast árásum þessara erkihálfvita sem margir hverjir hótuðu honum barsmíðum og DAUÐA ef hann hleypti þeim ekki í gegn og það í brennandi hvelli - nokkuð sem hann hefur einfaldlega ekki leyfi til að gera. Flöskum og rusli var kastað í hann út um bílgluggana og einn öðlingurinn gerði sér m.a.s. lítið fyrir, skrúfaði niður rúðuna sína og greip í hann og ætlaði að berja hann! Og það hefði tekist ef hann hefði ekki verið snöggur að átta sig og brugðið sér frá högginu!
ÞETTA ER FULLORÐIÐ FÓLK???? Fólk sem gengur hérna um göturnar, venjulegir Íslendingar eins og ég og þú, nema það telur sig hafa einhvern rétt til að vera með þennan djöfuls óhemjuskap við mann sem er að gera sitt allra besta til að laga það sem að er svo allt geti gengið upp!
Honum tókst að gera einhverjar reddingar á málunum þarna úti og gera kerfið nokkurn veginn gangfært og var kominn heim klukkan eitt í nótt. Hann var gegnblautur eftir að standa í rigningunni allan þennan tíma, ég get svo svarið að ég gat undið vatnið úr nærfötunum hans, svo holdvotur var hann. Ískaldur og nötrandi og náttúrulega eftir sig eftir þessa lífsreynslu. Nú krossa ég bara fingur og vona að hann verði ekki veikur, það er ekki beint ólíklegt að það gerist eftir þessa vosbúð.
Mikið andskoti geta fólk og svona aðferðir stundum gert mig arfabrjálaða!
Flestir hafa líka heyrt um "íslensku leiðina" í mörgu, þegar ákveðið er að setja upp einhverja nýjung en það er horft í hverja krónu við stofnkostnað nýjungarinnar en ekki í langtímakostnaðinn.
Það var sem sagt ákveðið að kýla á að setja upp ákveðið kerfi á ákveðnum stað, en ekki tímt að eyða í að fá kerfið sem mælt var með af sérfræðingum fyrir þennan tiltekna stað, heldur keypt ódýrara kerfi sem gefið var að ekki væri öruggt að myndi virka við þessar aðstæður hérna. Það þótti alveg á mörkunum, það gæti gengið með einhverri heppni. Jæja, þessu var dúndrað upp á mettíma og með sem minnstum tilkostnaði og nú er þetta búið að vera í gangi í svolítinn tíma. Þetta er kerfi sem í eðli sínu vekur hörð viðbrögð margra sem eru nú "neyddir" til að greiða fyrir þjónustu sem áður var frí.
Maðurinn minn vinnur hjá fyrirtæki sem sér um viðhald á þessum búnaði, en hann er sá eini í fyrirtækinu sem kann almennilega á hann, svo hann er kallaður út í hvert skipti sem eitthvað bjátar á. Og í ljósi þess hve nískan var allsráðandi við uppsetninguna þá er það MJÖG OFT sem útköllin koma. Hann talar við fólkið á staðnum í síma daglega, oft á dag til að leysa þau vandamál sem hægt er að leysa símleiðis en þarf samt að fara fjórum til fimm sinnum á viku á staðinn sjálfur á öllum tímum sólarhrings til að sjá um að laga það sem bilar. Allt gott og blessað með það, þetta er jú vinnan hans.
Í gær hins vegar varð stór kerfisbilun í þessum græjum og hann var á staðnum allan daginn og kom heim eftir venjulegan vinnutíma en var kallaður strax aftur út. Hann skellir sér á staðinn og stendur úti í gargandi roki og rigningu í sjö klukkustundir við að reyna að fá draslið til að virka. Allan tímann myndast langar bílaraðir við hliðin (já þetta eru gjaldhlið við bílastæði) og vegna manneklu á staðnum þá er enginn tiltækur til að stýra umferðinni eða ræða við fólkið, sem skiljanlega er fúlt yfir að komast ekki leiðar sinnar STRAX. Þannig að hann er að stökkva á milli, að reyna að róa niður fólkið og stýra umferðinni annars vegar og reyna að laga kerfið hins vegar. Það er fyrir það fyrsta ekkert í hans verkahring að sjá um umferðarstýringu þarna eða samskipti við brjálaða viðskiptavini en það var enginn annar á staðnum.
Og þá kem ég loks að efninu:
Eins og fólk getur nú verið mikil helvítis fífl þá þurftu náttúrulega að vera þónokkrir sem alls ekki vildu "láta bjóða sér þetta"! Þannig að nú þurfti maðurinn ekki einungins að sjá um að reyna að laga kerfið í þessu öskrandi óviðri sem var í gærkvöldi á meðan hann reyndi að hafa hemil á fólkinu OG stýra umferðinni heldur þurfti hann einnig að verjast árásum þessara erkihálfvita sem margir hverjir hótuðu honum barsmíðum og DAUÐA ef hann hleypti þeim ekki í gegn og það í brennandi hvelli - nokkuð sem hann hefur einfaldlega ekki leyfi til að gera. Flöskum og rusli var kastað í hann út um bílgluggana og einn öðlingurinn gerði sér m.a.s. lítið fyrir, skrúfaði niður rúðuna sína og greip í hann og ætlaði að berja hann! Og það hefði tekist ef hann hefði ekki verið snöggur að átta sig og brugðið sér frá högginu!
ÞETTA ER FULLORÐIÐ FÓLK???? Fólk sem gengur hérna um göturnar, venjulegir Íslendingar eins og ég og þú, nema það telur sig hafa einhvern rétt til að vera með þennan djöfuls óhemjuskap við mann sem er að gera sitt allra besta til að laga það sem að er svo allt geti gengið upp!
Honum tókst að gera einhverjar reddingar á málunum þarna úti og gera kerfið nokkurn veginn gangfært og var kominn heim klukkan eitt í nótt. Hann var gegnblautur eftir að standa í rigningunni allan þennan tíma, ég get svo svarið að ég gat undið vatnið úr nærfötunum hans, svo holdvotur var hann. Ískaldur og nötrandi og náttúrulega eftir sig eftir þessa lífsreynslu. Nú krossa ég bara fingur og vona að hann verði ekki veikur, það er ekki beint ólíklegt að það gerist eftir þessa vosbúð.
Mikið andskoti geta fólk og svona aðferðir stundum gert mig arfabrjálaða!