Kvart og kvein! (20.12.'04)
Ok, nú er fólk búið að vera að bögga mig hægri og vinstri yfir því að ég skuli ekkert blogga, svo það er kannski eins gott fyrir mig bara að leggjast fyrir þessu pakki og segja eitthvað!
Lítið svosem búið að vera að gerast í þessu guðsvolaða lífi mínu sem er frásagnarvert, maður gerir ekki mikið annað en að reyna að komast frá dögunum nokkurn veginn með bakið beint en það er ekki mikið meira en svo. Prófin kláruðust í skólanum fyrir rúmri viku og síðan þá er maður bara búinn að liggja í slæmri leti. Catan á netinu er nýja hobbíið mitt og sömuleiðis allt yndislega fólkið sem ég er búin að kynnast í gegnum þetta frábæra spil! -Skrifborðsstóllinn fékk að finna fyrir því að mér þykir gaman í tölvunni, en hann sprakk á limminu fyrir allnokkru síðan svo nú er setið á eldhússtól með púða undir rassinum til að fá ekki legusár! Á morgun er gamanið þó búið í tölvunni því þá verður haldið í Willta Westrið til að halda upp á jólin og svona og ég reikna ekki með öðru en að það verði bara sweet eins og venjulega. Það verður stuð að upplifa íslensk jól aftur eftir norska fíaskóið í fyrra. Ekki verra verður að fá að vera með litla grabbanum mínum, nokkuð sem ég missti af þá *sniff*
Úr því að ég er nú byrjuð að mala þetta hérna þá ætla ég að segja ykkur skemmtilega sögu. (Hún er löng, svo ef þú ert ekki einn af bloggsveltu kvörturunum mínum þá skaltu bara fara og dingla þér)
Í febrúar síðastliðnum, þegar ég var ennþá nokkurs konar grasekkja þá var það eitt kvöldið áður en kallinn minn átti að fljúga út til Nojaralands að við ákváðum að fá okkur oggusmá í aðra tána, svona til að fagna afmælinu hennar Sæunnar Sweetums. Beggi, kallinn hennar einsetti sér það sem takmark sitt hér í þessari jarðvist að koma Tony svo algerlega á peruna að hann kæmist ekki í flugið sitt morguninn eftir. Tony var nú ekkert á því að honum tækist það, tjáði honum að hann væri drykkjukall mikill og gæti sko alveg staðist hverja þá freistingu sem hann legði fyrir sig! Beggi er nú ekki það sem ég myndi kalla píka fyrir áskorunum, svo hann gerði sitt allra ítrasta til að hella aumingja manninn minn sauðölvaðan á sem skemmstum tíma. Tony er aftur á móti alger píka fyrir áfengi, sem sannast best á því að ekki svo mjög löngu eftir að Beggi byrjaði að hella í hann þá bað hann allra náðarsamlegast um að fá að fara bara heim. Það var svosem í fínu lagi og við fórum heim og mér tókst að pakka honum í rúmið, stressuð as hell yfir því að það voru ekki nema u.þ.b. 2 tímar þangað til hann þyrfti að vakna.
Jæja hvað gerist svo? Jú, ég vakna, klukkutími þangað til flugið hans átti að leggja af stað og hann dauður við hliðina á mér í rúminu allt í volli! Ég byrja náttúrulega á því að rykkja í hann og reyna að fá hann til að ranka við sér en það var álíka líklegt og að mæta mörgæs í Sahara! Ég stökk þess vegna fram og hringdi á leigubíl fyir hann og tróð tannburstanum hans niður í töskuna hans áður en ég hljóp aftur inn í herbergi og reyndi að koma lífi í hann. Mér tókst með miklum erfiðismunum að fá hann til að opna augun og náði að garga á hann að hann yrði að gjöra svo vel og drulla sér út í bíl, því helvítis vélin væri að fara! Hann var nú ekkert sérstaklega uppveðraður yfir því, vildi að ég léti sig í friði og leyfði sér að sofa svolítið lengur! Ég hélt nú ekki! Út skyldi hann að vinna inn fyrir beikoninu á borðið mitt! Ég fékk hann með miklum stunum og leiðindaþjarki til að setjast upp og skipaði honum að drífa sig í fötin á meðan ég færi og skellti kaffi í bolla fyrir hann, í þeirri veiku von að af honum rynni eitthvað örlítið. Þegar ég kem svo aftur inn í herbergi þá situr hann á rúmgaflinum, stynjandi og rymjandi í þrusufýlu yfir að ég hafi truflað fegurðarblundinn hans!
Það var nú kannski ekki það versta, heldur það að þegar ég hafði skipað honum að klæða sig í fötin þá hafði hann greinilega misskilið það eitthvað, því að hann var á milli þessarra stuna að baksa við að troða sér í sængurverið! Hundfúll yfir því að hann virtist alltaf koma löppunum báðum í sömu skálmina!!
Það endaði að sjálfsögðu með að ég varð að klæða hann sjálf, minnið mig á að fá aldrei starf við umönnun aldraðra eða sjúkra, ég meika ekki að klæða fullvaxta manneskju í föt! -Allra síst þegar hún berst um á hæl og hnakka vegna þess að henni finnst ég ósanngjarnasta og leiðinlegasta manneskja í heiminum vegna þess að ég fer fram á að hún drulli sér út úr húsi! Jæja út fór hann þó á endanum og ég pakkaði honum í leigubílinn og bað bílstjórann að bruna eins hratt og hann mögulega gæti út á völl, því fyllibyttan væri að missa af flugi! Svo trítlaði ég mig aftur upp í rúm og nagaði neglurnar til kl hálftólf um morguninn, bíðandi eftir að heyra hvernig honum hafði reitt af.
Þá sendi hann mér skilaboð þess efnis að hann væri nú í Oslo - en hann hafði ekki hugmynd um það hvernig hann hafði komist þangað! Hann hafði þá vaknað þegar vélin var að lenda, algerlega glórulaus um það hvað hafði gengið á, því hans síðasta minning var í því falin að hann var að lyfta staupi með Begga á Ölveri! Honum hafði þá tekist að komast á völlinn og í flugið sitt, og það sem er enn ótrúlegra er það að hann hafði einnig afrekað að stoppa í fríhöfninni og kaupa sér viskíflösku! (Greinilegt að forgangsröðunin hans tapaðist ekkert með heilasellunum) Ég sagði honum seinna alla sólarsöguna og ég er ekki frá því að hann sé enn þann dag í dag ekkert að kaupa hana fyllilega.
Af hverju var ég að segja ykkur frá þessu? Jú, hér kemur það! Eftir að hafa sagt þessa sögu af blessuðum heillakallinum mínum við öll þau tækifæri sem mér hafa boðist, hlegið ótæpilega á hans kostnað og gert hann örugglega pungfúlan út í mig, hvað gerist þá?
Ég vaknaði fyrir nokkrum vikum við það að annar handleggurinn á mér var algerlega líflaus og þegar ég sló upp glyrnunum og kíkti á hann þá var hann hálf bláleitur og í afar ankanalegri stöðu. Þegar ég leit svo nánar á málið þá skildi ég bara ekkert í því hvers vegna hann var flæktur í koddaverið og alveg pikkfastur! Ég reyndi svo að setjast upp í rúminu en var öll flækt föst einhvern veginn og var nú ekki beint að botna í þessu! Heyrðu, kemur þá ekki á daginn að ég hafði einhvern tímann um nóttina ákveðið að náttkjóllinn minn var ekki þægilegasta plaggið í heiminum, heldur langaði mig mikið frekar að vera í sængurverinu! Og eins og það sé ekki nóg, þá hafði ég líka verið að reyna að komast í koddaverið! Þá hafði ég virkilega gert það um nóttina; að rífa bæði sængina og koddann úr verunum og brjóta það snyrtilega saman til fóta og klætt mig svo (eða flækt öllu heldur) í draslið!
Tony vaknaði við þetta basl á mér þegar ég var að reyna að un-flækja mig úr sængurverinu og ég held að hann hafi verið á barmi taugaáfalls vegna hláturs! Þarna var hann loksins búinn að fá uppreisn æru eftir allt gamanið sem ég hafði haft á hans kostnað!
Jæja nú er komið nóg af þessu bulli og ég ætla að fara að spila einn Catan leik og húrra svo í rúmið! Ef ég rausnast ekki til að blogga meira fyrir jól þá óska ég þess að þau verði gleðileg fyrir sem flesta.
Lítið svosem búið að vera að gerast í þessu guðsvolaða lífi mínu sem er frásagnarvert, maður gerir ekki mikið annað en að reyna að komast frá dögunum nokkurn veginn með bakið beint en það er ekki mikið meira en svo. Prófin kláruðust í skólanum fyrir rúmri viku og síðan þá er maður bara búinn að liggja í slæmri leti. Catan á netinu er nýja hobbíið mitt og sömuleiðis allt yndislega fólkið sem ég er búin að kynnast í gegnum þetta frábæra spil! -Skrifborðsstóllinn fékk að finna fyrir því að mér þykir gaman í tölvunni, en hann sprakk á limminu fyrir allnokkru síðan svo nú er setið á eldhússtól með púða undir rassinum til að fá ekki legusár! Á morgun er gamanið þó búið í tölvunni því þá verður haldið í Willta Westrið til að halda upp á jólin og svona og ég reikna ekki með öðru en að það verði bara sweet eins og venjulega. Það verður stuð að upplifa íslensk jól aftur eftir norska fíaskóið í fyrra. Ekki verra verður að fá að vera með litla grabbanum mínum, nokkuð sem ég missti af þá *sniff*
Úr því að ég er nú byrjuð að mala þetta hérna þá ætla ég að segja ykkur skemmtilega sögu. (Hún er löng, svo ef þú ert ekki einn af bloggsveltu kvörturunum mínum þá skaltu bara fara og dingla þér)
Í febrúar síðastliðnum, þegar ég var ennþá nokkurs konar grasekkja þá var það eitt kvöldið áður en kallinn minn átti að fljúga út til Nojaralands að við ákváðum að fá okkur oggusmá í aðra tána, svona til að fagna afmælinu hennar Sæunnar Sweetums. Beggi, kallinn hennar einsetti sér það sem takmark sitt hér í þessari jarðvist að koma Tony svo algerlega á peruna að hann kæmist ekki í flugið sitt morguninn eftir. Tony var nú ekkert á því að honum tækist það, tjáði honum að hann væri drykkjukall mikill og gæti sko alveg staðist hverja þá freistingu sem hann legði fyrir sig! Beggi er nú ekki það sem ég myndi kalla píka fyrir áskorunum, svo hann gerði sitt allra ítrasta til að hella aumingja manninn minn sauðölvaðan á sem skemmstum tíma. Tony er aftur á móti alger píka fyrir áfengi, sem sannast best á því að ekki svo mjög löngu eftir að Beggi byrjaði að hella í hann þá bað hann allra náðarsamlegast um að fá að fara bara heim. Það var svosem í fínu lagi og við fórum heim og mér tókst að pakka honum í rúmið, stressuð as hell yfir því að það voru ekki nema u.þ.b. 2 tímar þangað til hann þyrfti að vakna.
Jæja hvað gerist svo? Jú, ég vakna, klukkutími þangað til flugið hans átti að leggja af stað og hann dauður við hliðina á mér í rúminu allt í volli! Ég byrja náttúrulega á því að rykkja í hann og reyna að fá hann til að ranka við sér en það var álíka líklegt og að mæta mörgæs í Sahara! Ég stökk þess vegna fram og hringdi á leigubíl fyir hann og tróð tannburstanum hans niður í töskuna hans áður en ég hljóp aftur inn í herbergi og reyndi að koma lífi í hann. Mér tókst með miklum erfiðismunum að fá hann til að opna augun og náði að garga á hann að hann yrði að gjöra svo vel og drulla sér út í bíl, því helvítis vélin væri að fara! Hann var nú ekkert sérstaklega uppveðraður yfir því, vildi að ég léti sig í friði og leyfði sér að sofa svolítið lengur! Ég hélt nú ekki! Út skyldi hann að vinna inn fyrir beikoninu á borðið mitt! Ég fékk hann með miklum stunum og leiðindaþjarki til að setjast upp og skipaði honum að drífa sig í fötin á meðan ég færi og skellti kaffi í bolla fyrir hann, í þeirri veiku von að af honum rynni eitthvað örlítið. Þegar ég kem svo aftur inn í herbergi þá situr hann á rúmgaflinum, stynjandi og rymjandi í þrusufýlu yfir að ég hafi truflað fegurðarblundinn hans!
Það var nú kannski ekki það versta, heldur það að þegar ég hafði skipað honum að klæða sig í fötin þá hafði hann greinilega misskilið það eitthvað, því að hann var á milli þessarra stuna að baksa við að troða sér í sængurverið! Hundfúll yfir því að hann virtist alltaf koma löppunum báðum í sömu skálmina!!
Það endaði að sjálfsögðu með að ég varð að klæða hann sjálf, minnið mig á að fá aldrei starf við umönnun aldraðra eða sjúkra, ég meika ekki að klæða fullvaxta manneskju í föt! -Allra síst þegar hún berst um á hæl og hnakka vegna þess að henni finnst ég ósanngjarnasta og leiðinlegasta manneskja í heiminum vegna þess að ég fer fram á að hún drulli sér út úr húsi! Jæja út fór hann þó á endanum og ég pakkaði honum í leigubílinn og bað bílstjórann að bruna eins hratt og hann mögulega gæti út á völl, því fyllibyttan væri að missa af flugi! Svo trítlaði ég mig aftur upp í rúm og nagaði neglurnar til kl hálftólf um morguninn, bíðandi eftir að heyra hvernig honum hafði reitt af.
Þá sendi hann mér skilaboð þess efnis að hann væri nú í Oslo - en hann hafði ekki hugmynd um það hvernig hann hafði komist þangað! Hann hafði þá vaknað þegar vélin var að lenda, algerlega glórulaus um það hvað hafði gengið á, því hans síðasta minning var í því falin að hann var að lyfta staupi með Begga á Ölveri! Honum hafði þá tekist að komast á völlinn og í flugið sitt, og það sem er enn ótrúlegra er það að hann hafði einnig afrekað að stoppa í fríhöfninni og kaupa sér viskíflösku! (Greinilegt að forgangsröðunin hans tapaðist ekkert með heilasellunum) Ég sagði honum seinna alla sólarsöguna og ég er ekki frá því að hann sé enn þann dag í dag ekkert að kaupa hana fyllilega.
Af hverju var ég að segja ykkur frá þessu? Jú, hér kemur það! Eftir að hafa sagt þessa sögu af blessuðum heillakallinum mínum við öll þau tækifæri sem mér hafa boðist, hlegið ótæpilega á hans kostnað og gert hann örugglega pungfúlan út í mig, hvað gerist þá?
Ég vaknaði fyrir nokkrum vikum við það að annar handleggurinn á mér var algerlega líflaus og þegar ég sló upp glyrnunum og kíkti á hann þá var hann hálf bláleitur og í afar ankanalegri stöðu. Þegar ég leit svo nánar á málið þá skildi ég bara ekkert í því hvers vegna hann var flæktur í koddaverið og alveg pikkfastur! Ég reyndi svo að setjast upp í rúminu en var öll flækt föst einhvern veginn og var nú ekki beint að botna í þessu! Heyrðu, kemur þá ekki á daginn að ég hafði einhvern tímann um nóttina ákveðið að náttkjóllinn minn var ekki þægilegasta plaggið í heiminum, heldur langaði mig mikið frekar að vera í sængurverinu! Og eins og það sé ekki nóg, þá hafði ég líka verið að reyna að komast í koddaverið! Þá hafði ég virkilega gert það um nóttina; að rífa bæði sængina og koddann úr verunum og brjóta það snyrtilega saman til fóta og klætt mig svo (eða flækt öllu heldur) í draslið!
Tony vaknaði við þetta basl á mér þegar ég var að reyna að un-flækja mig úr sængurverinu og ég held að hann hafi verið á barmi taugaáfalls vegna hláturs! Þarna var hann loksins búinn að fá uppreisn æru eftir allt gamanið sem ég hafði haft á hans kostnað!
Jæja nú er komið nóg af þessu bulli og ég ætla að fara að spila einn Catan leik og húrra svo í rúmið! Ef ég rausnast ekki til að blogga meira fyrir jól þá óska ég þess að þau verði gleðileg fyrir sem flesta.